SKILMÁLAR

Vefsíða Sushi Train virkar á eftirfarandi hátt:

1) Viðskiptavinur velur vöru/r og setur í kröfuna

2) Viðskiptavinur fyllir út helstu upplýsingar, m.a. nafn, símanúmer, netfang

3) Viðskiptavinur velur tíma og afhendingarstað og greiðslumáta

Afhendingartími miðast við þann tíma sem viðskiptavinur velur í sinni pöntun. Starfsfólk Sushi Train reynir eftir bestu getur að hafa pöntun viðskiptavinar tilbúna á umbeiðnum tíma. Þegar greiðsla hefur átt sér stað á vefsíðu Sushi Train er kominn á samningur milli viðskiptavinar og Sushi Train.

Upplýsingar um seljanda

Seljandi er Fusion ehf., kt. 650423-2160, Tryggvagötu 13, 101 Reykjavík.

Verð

Öll verð á matseðli eru með 11% virðisaukaskatti (VSK). Vinsamlegast athugaðu að verð á matseðli geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.

Greiðslumöguleikar

Sé vara pöntuð í gegnum vefsíðu Sushi Train þarf að greiða fyrir vöruna áður en hún er sótt. Greiðsla fer fram með debet- og/eða kreditkorti. Sé vara pöntuðu í gegnum síma eða gegnum [email protected] er hægt að semja um aðra greiðsluleið.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Ekki er hægt að skila pöntun Sushi train nema viðskiptavinur hafi sannanlega fengið ranga eða skemmda vöru afhenta. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 auk laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Höfundaréttur og vörumerki

Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á www.sushitrain.is er eign Fusion ehf. og er öll afritun og endurdreifing bönnuð nema með skriflegu leyfi.

Ofnæmi o.fl.

Seljandi ber ekki ábyrgð á afleiðingum ofnæmis eða óþols þess er neytir vörunnar fyrir innihaldi vörunnar. Á vefsíðunni er að finna innihaldslýsingar á vörum seljanda. Ef vafi er talinn leika á innihaldi vörunnar er viðskiptavinum bent á að hafa samband við starfsfólk Sushi train til afla nánari upplýsinga um ofnæmisvalda áður en vörunnar er neytt. Ef nokkur vafi er uppi af hálfu viðskiptavina er þeim bent á að panta aðra vöru af matseðli Sushi Train.

Trúnaður

Seljandi heitir viðskiptavinum sínum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Varnarþing

Íslensk lög skulu gilda um viðskiptaskilmála þessa, samninga og eftir atvikum tilboð sem söluaðili gerir við viðskiptavini sína. Ágreining um framkvæmd samnings skulu söluaðili og viðskiptavinur leitast við að leysa með samkomulagi. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.